Mandriva Linux

           Uppsetninga-leiðbeiningar - Mandriva Linux 2007

   Vélbúnaðarkröfur
     * Pentium-örgjörvi eða sambærilegt
     * Geisladiska-drif
     * Að minnsta kosti 32 MB RAM, 64 MB er æskilegt

   Að setja upp Mandriva Linux er oftast eins einfalt og að setja
   uppsetningardiskinn í geisladrifið, og endurræsa tölvuna.
   Vinsamlega sjá nánar liður 1.

   ATHUGIÐ:

    * Ef þú ert að uppfæra frá Mandriva Linux-útgáfum 7.x, 7.x eða 9.x, 
      munið þá eftir að taka öryggisafrit af kerfinu þínu.
    * Uppfærsla frá eldri kerfum (eldri en 7.0) er EKKI
      studd í þessum tilfellum verður þú að framkvæma nýja
      uppsetningu en ekki uppfærslu.

============================================================================

   Hér að neðan er listi yfir mismunandi aðferðir við að setja upp
   Mandriva Linux:

    1. Ræsa beint frá geisladiski
    2. Búa til ræsidiskling með Windows
    3. Aðrar uppsetningaraðferðir

============================================================================

  1. Ræsa beint frá geisladiski

   Uppsetningargeisladiskurinn er ræsanlegur. Í flestum tilfellum er nægilegt
   að setja diskinn í diskdrifið og ræsa tölvuna. Fylgið síðan leiðbeiningum
   á skjánum: sláið á [Enter]-hnappinn til að hefja uppsetningu, eða
   sláið á [F1] til að fá ítarlegri upplýsingar.

   ATHUGIÐ:

   Á sumum fartölvum er ekki hægt að ræsa upp frá geisladiski.
   Í þeim tilfellum verður þú að búa til ræsidiskling. sjá nánar í
   liður 2.

============================================================================

  2. Búa til ræsidiskling með Windows

   Ef tölvan þín getur ekki ræst upp frá geisladiski þá verður þú að búa
   til ræsidiskling undir Windows á eftirfarandi hátt:

    * setjið geisladiskinn í drifið, smellið síðan á táknmyndina
      "Tölvan mín", hægrismellið á geisladiskinn
      og veljið "Opna"
    * farið í möppuna "dosutils" og tvísmellið á
      "rawwritewin"-táknmyndina
    * setjið tóman disk í disklingadrifið
    * veljið "D:\images\cdrom.img" í "Image File" svæðinu
      (gerum ráð fyrir að geisladrifið sé "D:", breytið annars
      "D:" eftir þörfum)
    * veljið "A:" í "Floppy Drive" svæðinu, smellið
       svo á "Write".

   Til að byrja uppsetninguna:

    * setjið geisladiskinn og ræsidisklinginn í drifin og
    * ræsið síðan tölvuna aftur.

============================================================================

  3. Aðrar uppsetningaraðferðir

   Ef fyrrnefndar aðferðir duga ekki eða þú vilt setja upp á annan hátt
   (ef þú t.d. vilt setja upp yfir net eða setja upp frá pcmcia-tæki
   eða ...), þarft þú líka að búa til ræsidiskling :

    * Undir Linux (eða öðrum nýlegum UNIX-kerfum) gefið skipunina:
      $ dd if=xxxxx.img of=/dev/fd0
    * Undir Windows fylgdu aðferðinni sem lýst er í lið 2, en
      notið xxxxx.img (sjá neðar) í stað
      cdrom.img.
    * Undir DOS, ef geisladrifið er drif D:, sláið inn:
      D:\> dosutils\rawrite.exe -f install\images\xxxxx.img -d A

   Hér er listinn af ræsiímyndum:

  +-----------------+------------------------------------------------------+
  | cdrom.img       | Uppsetning frá CD-ROM                                |
  +-----------------+------------------------------------------------------+
  | hd_grub.img     | uppsetning frá diski (frá Linux-, Windows-, eða      |
  |                 | ReiserFS-skráarkerfi)                                |
  |                 | þú getur stillt það fyrir þitt kerfi á:              |
  |                 | http://qa.mandriva.com/hd_grub.cgi                   |
  +-----------------+------------------------------------------------------+
  | network.img     | uppsetning frá ftp/nfs/http                          |
  |                 | ATHUGIÐ: þú verður að setja inn network_drivers.img  |
  |                 | í disklingadrifið þegar beðið er um                  |
  +-----------------+------------------------------------------------------+
  | pcmcia.img      | uppsetning frá pcmcia-tæki (aðvörun: flest           |
  |                 | pcmcia-netkort eru nú studd beint frá network.img)   |
  +-----------------+------------------------------------------------------+

   Þú getur einnig brennt boot.iso á geisladisk og notað hann til að ræsa.
   Hann styður allar uppsetningaraðferðir: geisladisk, net, og harðan disk.

============================================================================

   Þú getur einnig notað texta-ham ef þú af einhverri ástæðu ert
   í vandræðum með grafíska uppsetningu. Til að nota hann ýttu á
   [F1] á upphafsskjánum, sláðu síðan inn text.

   Ef þú þarft að bjarga uppsettu Mandriva Linux kerfi, settu þá
   inn uppsetningar-geisladiskinn (eða samsvarandi ræsidiskling),
   ýttu á [F1] á Mandriva Linux uppsetningarskjánum og sláðu
   síðan inn rescue.

   Sjá http://www.mandrivalinux.com/drakx/README 
   ef þú þarft nánari tækniupplýsingar.

============================================================================

  Hér að neðan eru aðalþrep uppsetningarinnar:

   1. Setjið inn uppsetningar-geisladiskinn (eða ræsidiskling ef þarf)
      og ræsið tölvuna aftur.
   2. Ýtið á [Enter] þegar Mandriva Linux-ræsiskjárinn birtist
      og fylgið nákvæmlega leiðbeiningunum.
   3. Þegar uppsetningunni er lokið fjarlægið geisladiskinn þegar honum
      er skotið út (og einnig disklinga ef þeir voru notaðir); tölvan mun
      nú endurræsa. Ef hún gerir það ekki endurræsið hana handvirkt.
   4. Mandriva Linux mun nú ræsa. Eftir ræsingu getur þú skráð þig inn
      á vélina sem sá notandi sem þú skilgreindir í uppsetningarferlinu
      eða sem "root".

   Áríðandi athugasemd:

   "root"-notandinn gefur þér ótakmarkaðan aðgang að linux
   kerfinu þínu. Notaðu hann ekki til annars en að stilla eða
   stýra Linux. Notaðu venjulegan notanda-aðgang til allmennra
   aðgerða, notendur getur þú sett upp með "userdrake" tólinu, eða með
   skipunum "adduser" og "passwd".

                     Gangi þér vel með Mandriva Linux!

============================================================================

   Til að leita eftir aðstoð, athugaðu etirfarandi:

    * E-þjónusta á http://www.mandrivaexpert.com/
    * Mandriva Linux Leiðréttingar á 
      http://www.mandrivalinux.com/en/errata.php3
    * Mandriva Linux öryggisleiðbeiningar á 
      http://www.mandriva.com/security/advisories
    * Handbækur á http://www.mandrivalinux.com/en/fdoc.php3
    * Lesa og taka þátt í umræðuhópum í Mandriva Linux klúbbnum á 
      http://club.mandriva.com
    * Gerast áskrifandi að póstlistum á 
      http://www.mandrivalinux.com/en/flists.php3
    * Leita í póstsöfnum á 
      http://marc.theaimsgroup.com/
    * Leita á Internetinu með Google að Linux 
      http://www.google.com/linux
    * Leita í Fréttahópum á netinu með Google hópar á 
      http://groups.google.com/groups?group=comp

============================================================================